Home Fréttir Í fréttum 03.03.2020 Vestfjarðavegur (60-10): Skriðuland – Brunná – Breikkun og endurbætur

03.03.2020 Vestfjarðavegur (60-10): Skriðuland – Brunná – Breikkun og endurbætur

253
0

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í breikkun og endurbætur á um 1,3 km kafla Vestfjarðarvegar frá gatnamótum við Klofningsveg að gatnamótum að Neðri- Brunná, ásamt útlögn klæðingar.

<>

Helstu magntölur eru:
Styrktarlag 2.000 m3
Burðarlag 1.150 m3
Tvöföld klæðing 10.300 m2
Frágangur fláa 10.600 m2

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2020.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 17. febrúar 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3. mars 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.