Home Fréttir Í fréttum Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á

Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á

271
0
Mynd: Skjáskot af ruv.is
Þrátt fyrir viðvörunarorð var farið í að byggja íbúðir sem kaupendur hvorki vilja né hafa ráð á að kaupa, segir hagfræðingur. Afleiðingin er sú að það getur tekið marga mánuði að selja nýjar íbúðir.

Í nýútkominni skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að húsnæðismarkaður á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni hafi almennt verið stöðugur í fyrra. Þrjár af hverjum fjórum fasteignum seldust undir ásettu verði en einungis 6 til 7 prósent yfir því. Gerðist það oftast í póstnúmerum 103 til 108, Kópavogi og Garðabæ.

<>

Í skýrslunni er fjallað sérstaklega um meðalsölutíma  – það er hversu langan tíma það tekur að selja íbúðir.

Að meðaltali seldust íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á 87 dögum sem er í takt við það sem verið hefur á undanförnum árum.

Hins vegar seldust nýjar íbúðir á 176 dögum að meðaltali, en ef einungis er horft til síðustu þriggja mánaða ársins var meðalsölutíminn 217 dagar.


Mynd: ruv.is

Vantar minni og einfaldari íbúðir

Í skýrslunni segir að annaðhvort uppfylli markaðurinn ekki þarfir kaupenda eða verðið sé farið að fæla þá frá. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, telur að hvort tveggja eigi við.

„Ég held að það sé alveg ljóst að á síðustu árum hefur verið byggt of mikið af stórum íbúðum sem fólk vill ekki. Það vantar líka minni íbúðir, einfaldari íbúðir. Það hefur verið skrifað á alla veggi í mörg ár og samt hefur byggingastarfsemin farið mikið út á það að byggja stærri íbúðir sem að fólk vill bara ekki kaupa og mögulega ræður ekki við að kaupa.“

Afslættir í völdum hverfum

Ari á þó ekki von á því að verðhrun verði á nýjum íbúðum. Réttara væri að tala um verðstöðnun. „Það gæti hins vegar hugsast í ákveðnum hverfum eins og við höfum heyrt um miðborgina að það þurfi að gefa afslætti til að losna við íbúðir en það sem er að koma núna er mikið fyrir utan miðborg og eru væntanlega meira minni og einfaldari íbúðir af því að þróunin hefur þrátt fyrir allt verið í þá áttina.“

Heimild: Ruv.is