Home Fréttir Í fréttum Slökkvistöðin nýja á Húsavík tekin formlega í notkun

Slökkvistöðin nýja á Húsavík tekin formlega í notkun

193
0
Slökkvistöðin og aðstaða hafna í Norðurþingi á Norðurgarði 5. Aðalverktaki við bygginguna var Trésmiðjan Rein ehf. Mynd: 641.is

Slökkvilið Norðurþings tók sl. föstudag formlega í notkun nýa og sérhannaða slökkvistöð sem staðsett við Húsavíkurhöfn.

<>

Hafnir Norðurþings verða einnig með aðstöðu í húsinu sem er rúmlega 1.000 fermetrar að stærð.

Mannvirkið og búnaður þess voru kynnt gestum en meðal þeirra voru Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Hermann Jónasson forstjóri Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar en bruna­varn­ir flutt­ust til stofn­un­ar­inn­ar um ára­mót­in.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að mik­il upp­bygg­ing hafi verið í Norðurþingi síðustu miss­eri og því auk­in krafa um gott slökkvilið, vel þjálfað og vel út­búið.

„Nýja slökkvistöðin inni­held­ur fjöl­breytta aðstöðu, s.s. skrif­stof­ur, kaffi­stofu, fræðslu­sal, stjórn­stöð, bún­ings­her­bergi karla og kvenna, sauna­klefa og sér­staka eld­galla­geymslu. Þá er þar einnig rúm­lega 700 fer­metra bíla­sal­ur úr stál­grind, klædd­ur með ylein­ing­um sem inni­held­ur m.a. þurrk­her­bergi, þvotta­her­bergi, lík­ams­rækt, aðstöðu fyr­ir reykkafara, efna­geymslu, tækn­i­rými og verk­stæði.

Stál­virki húss­ins er allt eld­varið og í því eru sjálf­virk­ar rey­klúg­ur og úðara­kerfi. Útsog er fyr­ir bíla slökkviliðis­ins í gólfniður­föll­um og húsið er út­búið með eig­in vara­afls­stöð,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags-og barna­málaráðherra, Grímur Kárason slökkviliðsstjóri Norðurþings og Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. Kristján Þór flutti ræðu við þetta tilefni sem lesa má hér en þar fór hann m.a yfir sögu slökkviliðs á Húsavík.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags-og barna­málaráðherra tók til máls og sagði m.a: „Bruna­mál og bruna­ör­yggi skipta okk­ur sem sam­fé­lag miklu máli. Mark­mið mitt er að taka þenn­an mála­flokk föst­um tök­um og efla til framtíðar. Bætt aðstaða slökkviliða, bæði til viðbragða, þjálf­un­ar og fræðslu er fyrsta skrefið í þá átt að stór­bæta bruna­varn­ir lands­manna.

Fátt get­ur valdið jafn miklu tjóni og al­var­leg­ir brun­ar og við meg­um ekki láta staðar numið fyrr en það heyr­ir til und­an­tekn­inga að brunaskaði verði í bæj­um og sveit­um lands­ins. Sam­fé­lagið allt þarf að búa við bruna­varn­ir og for­varn­ir eins og best ger­ist. Þetta er á meðal þess sem ég vænti af nýrri Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, að hún stór­efli bruna­varn­ir mann­virkja, fræðslu og upp­lýs­inga­gjöf til bæði heim­ila og fyr­ir­tækja.

Því er ánægju­legt að taka þátt í því ásamt for­ystu­fólki þess­ar­ar nýju stofn­un­ar, HMS, að opna þessi glæsi­legu nýju heim­kynni slökkviliðis­ins í Norðurþingi á Húsa­vík,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Grímur Kárason slökkviliðsstjóri Norðurþings og Davíð S. Snorra­son for­stöðumaður bruna­mála hjá HMS undirrituðu nýja bruna­varna­áætl­un fyr­ir starfs­svæði slökkviliðs Norðurþings.

Mark­mið bruna­varna­áætl­un­ar­inn­ar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipu­lagt, út­búið tækj­um, menntað og þjálfað að það ráði við þá bruna­áhættu sem er í sveit­ar­fé­lag­inu.

„Bruna­varna­áætlan­ir eiga að stuðla að því að vernda líf og heilsu fólks, um­hverfi og eign­ir með full­nægj­andi eld­varna­eft­ir­liti og viðbúnaði við elds­voðum og meng­un­ar­ó­höpp­um á landi.

Bruna­varna­áætlan­ir gefa íbú­um og stjórn sveit­ar­fé­lags­ins gott yf­ir­lit yfir starf­semi og ástand slökkviliða og geta því orðið grunn­ur að gæðastjórn­un og áætl­un um end­ur­bæt­ur til dæm­is hvað varðar búnað, mennt­un og sam­starf við aðra aðila,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Heimild: 641.is