Home Fréttir Í fréttum Í dag voru kynntar niðurstöður dómnefndar í hugmyndasamkeppni um lóð RÚV við...

Í dag voru kynntar niðurstöður dómnefndar í hugmyndasamkeppni um lóð RÚV við Efstaleiti

72
0
Mynd: Arkþing

Í dag voru kynntar niðurstöður dómnefndar í hugmyndasamkeppni um lóð RÚV við Efstaleiti og var tillaga Arkþings hlutskörpust. „Ný byggð er í góðu jafnvægi við kvarða nærliggjandi byggðar, t.d. húsa við Neðstaleiti og Stóragerði…“ segir meðal annars í dómnefndaráliti. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri kynntu niðurstöðurnar og opnuðu formlega sýningu sem verður í Ráðhúsi Reykjavíkur til 7. júlí.

<>

Þeir sem skipa vinningsteymi Arkþings eru Helgi Mar Hallgrímsson, arkitekt, Sigurður Hallgrímsson, arkitekt og Sigurjón Guttormsson, byggingarfræðingur.

Tillagan Arkþings gerir ráð fyrir að lóðinni sé skipt í tvo meginreiti.  Á öðrum reitnum er gert ráð fyrir að byggðin samanstandi að mestu af íbúðum og minni verslunar- og þjónustueiningum. Þar er unnið markviss með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum.  Dómnefndin  telur vera mikilvægt er að þessi lykilhugmynd sé í forgrunni við útfærslu deiliskipulagstillögunnar.  Á hinum reitnum telur dómnefndin sannfærandi hvernig byggðin er brotin upp í aðgreindar byggingar með láreistum tengibyggingum á suðurhluta og stakstæða byggingar á norðurhluta.    „Höfundar virðast vinna með grunnform Ríkisútvarpshússins og opna á milli húsa fyrir sýn að Ríkisútvarpshúsinu sem tryggir því áframhaldandi sess í sínu umhverfi,“ segir í álitinu.

Skoða niðurstöður dómnefndar.

 

Heimild: Reykjavíkurborg