Home Fréttir Í fréttum Telja borgina framkvæma í óleyfi

Telja borgina framkvæma í óleyfi

365
0
Beðið hefur verið eftir Brautarholtsstíg um nokkurt skeið. Haraldur Guðjónsson/vb.is

Landeigandi á Kjalarnesi telur að Reykjavíkurborg hafi hafið framkvæmdir á landi sínu án þess að samið hafi verið um kaup á því.

<>

Landeigandi á Kjalarnesi telur að Reykjavíkurborg hafi hafið framkvæmdir á landi sínu án þess að samið hafi verið um kaup á því eða það tekið eignarnámi. Borgin telur sig hins vegar í fullum rétti.

Hin umdeilda framkvæmd varðar hluta Brautarholtsstígs á Kjalarnesi.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur samþykkti í fyrra að veita framkvæmdaleyfi og hófust þær í kjölfarið í júní.

Vöknuðu þá eigendur Byggingarfélagsins Jörfa ehf. upp við vondan draum þegar vinnuvélar voru mættar á það sem þeir töldu sitt land.

Kom þeim það sérstaklega á óvart þar sem engar samningaviðræður um landið hafi farið fram.

Eigendur félagsins töldu eignarrétt sinn að landinu óumdeildan samkvæmt afsölum frá 2008 og 1966.

Sendu þeir því kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) og kröfðust þess að framkvæmdaleyfið yrði fellt úr gildi.

Einnig að framkvæmdir yrðu stöðvaðar um stund en við því var orðið þar til þær hófust á ný síðasta haust.

Borgin taldi á móti að vísa ætti málinu frá þar sem ágreiningurinn lyti að eignarrétti og því bæri að leysa úr málinu fyrir dómstólum.

Þá taldi borgin að fyrirhugaður stígur myndi liggja fyrir utan land Jörfamanna.

Í niðurstöðu ÚUA segir að rétt hafi verið staðið að útgáfu framkvæmdaleyfisins og því ekki fallist á ógildingu þess á grundvelli þess að reglum stjórnsýsluréttarins hafi ekki verið fyglt.

Þá tók nefndin fram að valdsvið hennar næði ekki til að úrskurða um bein eða óbein eignarréttindi og bæri að höfða slík mál fyrir dómstólum.

Heimild: Vb.is