Home Fréttir Í fréttum Hrafnshóll ehf fær fimm lóðir til nýbygginga á Ísafirði

Hrafnshóll ehf fær fimm lóðir til nýbygginga á Ísafirði

217
0
Frá byggingarsvæðinu við Tungubraut. Mynd: BB.is

Hrafnshóll ehf í Hafnarfirði hefur fengið úthlutað fimm lóðum undir raðhús við Tungubraut nr. 2-4-6-8 og 10 Ísafirði.

<>

Í umsókn segir að byggja eigi 6 – 8 íbúða raðhús. Umsóknin var samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 19. desember.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fyrirtækið Hrafnshóll ehf hefur sótt um lóðir undir íbúðarbyggingar víða á Vestfjörðum. það hefur þegar lokið smíði á þremur raðhúsum á Reykhólum fyrir sveitarfélagið.

Hafnar eru framkvæmdir við fimm íbúðir í Súðavík og fyrirtækið hefur fengið úthlutað tveimur lóðum á Bíldudal.

Heimild:BB.is