Home Fréttir Í fréttum Leiga á íbúðarhúsi á Stórhöfða, Vestmannaeyjum

Leiga á íbúðarhúsi á Stórhöfða, Vestmannaeyjum

231
0
Vestmannaeyjar.is

Vegagerðin óskar eftir tilboði í leigu á tveggja hæða 192 fm. íbúðarhúsnæði á Stórhöfða ásamt bílskúr.  Húsnæðið var áður vitavarðahús.

<>

Leigutími er valkvæður og að hámarki 10 ár með möguleika á framlengingu.  Vitahúsið sem er áfast íbúðarhúsi ásamt vélarhúsi og geymslum á lóð eru undanskilin leigunni.  Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með föstudeginum 26. júní 2015.    Senda þarf beiðni á tölvupóstfangið vegagerdin@vegagerdin.is með nafni, kennitölu, heimilisfangi og síma bjóðanda. 

Skila skal tilboðum í móttöku Vegagerðarinnar, Borgartúni 7 í Reykjavík fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. júlí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15.

Heimild: Vegagerðin