Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar var greint frá því að þann 12. desember sl. hafi verið opnuð tilboð í endurbyggingu Skipalyftukants sem framkvæma á árið 2020.
Fram kemur í fundargerðinni að þrjú tilboð hafi borist í verkið:
Ísar ehf. kr. 98.645.800,-
Eyjablikk ehf. kr. 128.244.175,-
PK verk ehf. kr. 125.967.200,-
Kostnaðaráætlun hönnuðar hljóðaði uppá kr. 116.345.050
Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið samþykki að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Ísar ehf, á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
Heimild: Eyjar.net