Home Fréttir Í fréttum Marg­ir vilja búa á Hlíðar­enda

Marg­ir vilja búa á Hlíðar­enda

446
0
Teikn­ing/​Alark arki­tekt­ar

Fyrsta íbúðin í nýj­um íbúðakjarna á Hlíðar­enda var af­hent í byrj­un vik­unn­ar. Íbúðirn­ar eru í nýrri götu, Smyr­ils­hlíð, en þar hafa fimm stiga­gang­ar komið í sölu.

<>

Á Hlíðar­enda verða sex reit­ir með íbúðum. Fyrsti reit­ur­inn, reit­ur B, fór í sölu sum­arið 2017. Þar eru 40 íbúðir í fjöl­býl­is­hús­inu Arn­ar­hlíð 1.

Smyr­ils­hlíð. Horft yfir Icelanda­ir-hót­elið frá einni þak­í­búðinni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Upp­steypa á íbúðareit­um C, D, E og F er langt kom­in en þar verða alls 673 íbúðir.
Þar af eru 178 íbúðir á E-reit sem er lengst kom­inn í bygg­ingu.

Íbúðir í þrem­ur stiga­göng­um komu í sölu í júní og þær fyrstu voru af­hent­ar í viku­byrj­un. Íbúðir í tveim­ur stiga­göng­um til viðbót­ar komu í sölu í byrj­un sept­em­ber og koma þær til af­hend­ing­ar í janú­ar.

Alls eru þetta 73 íbúðir og er þegar búið að selja um 60% þeirra. Það er at­hygl­is­vert í ljósi þess að hús­in eru enn í bygg­ingu og mal­ar­veg­ir milli húsa.

Smyr­ils­hlíð – suður­hlið. Íbúðir í þess­um stiga­göng­um eru nær til­bún­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þegar Morg­un­blaðið leit inn í opið hús á sunnu­dag­inn var höfðu um 40 pör skoðað íbúðir á tveim­ur tím­um og átta skráð sig fyr­ir íbúð. Það bend­ir ekki til lá­deyðu á markaðnum.

Full­frá­geng­inn 2020
Næstu þrír stiga­gang­ar koma í sölu í mars á næsta ári en þeir eru Smyr­ils­hlíð 10 og tveir stiga­gang­ar á aust­ur­hliðinni, í Fálka­hlíð 6 og Hlíðarfæti 17. Söl­unni á E-reit lýk­ur síðan með því að þrír stiga­gang­ar á suður­hliðinni við Hlíðarfót 11, 13 og 15 koma í sölu næsta sum­ar.

Stefnt er að því að reit­ur­inn verði full­frá­geng­inn haustið 2020.

Hauka­hlíð 5. Útsýni úr einni þak­í­búðinni sem snýr til vest­urs. Flug­braut­irn­ar sjást vel. Þetta eru fyrstu íbúðirn­ar í Reykja­vík sem hafa slíkt út­sýni yfir flug­vall­ar­svæðið úr ná­lægð. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Garðar Hólm, fast­eigna­sali hjá Trausta fast­eigna­sölu, seg­ir íbúðirn­ar á E-reitn­um af fjöl­breyttri stærð. Þar sé allt frá litl­um íbúðum sem henti fyrstu kaup­end­um upp í stór­ar þak­í­búðir.

„Hingað er að velj­ast mjög blandaður hóp­ur. Meðal kaup­enda eru fyrstu kaup­end­ur, fjöl­skyld­ur og fólk sem er að minnka við sig.

Fyrstu kaup­end­ur sækja mikið í minnstu íbúðirn­ar en all­ar eru íbúðirn­ar á hag­kvæmu verði.

Hér eru marg­ar teg­und­ir af eign­um. Íbúðirn­ar eru 2-5 her­bergja en öll­um fylg­ir stæði í bíla­geymslu, sem er mik­ill kost­ur. Þá fylgja öll­um íbúðum rúm­góðar geymsl­ur í kjall­ara,“ seg­ir Garðar.

Stór­ir vinnustaðir í ná­grenn­inu
„Staðsetn­ing­in er sér­stak­lega góð. Hér erum við nærri há­skól­un­um tveim­ur og stór­um vinnu­stöðum á borð við Land­spít­al­ann og Íslenska erfðagrein­ingu. Marg­ir sjá sér greini­lega leik á borði og flytja nær vinnu til að sleppa við um­ferðaröngþveitið sem skap­ast á morgn­ana og við lok vinnu­dags. Héðan er hægt að ganga eða hjóla í vinnu eða skóla,“ seg­ir Garðar.

Þá verði góðar al­menn­ings­sam­göng­ur á svæðinu, sem verði síðar tengt áformaðri borg­ar­línu.

Íbúðirn­ar á E-reit af­hend­ast full­bún­ar með gól­f­efn­um. Þær eru með stöðluðum inn­rétt­ing­um og tækj­um. Al­mennt er gert ráð fyr­ir þvotta­vél og þurrk­ara inni á baðher­bergi.

Þá mynda eld­hús og stofa eitt rými og er eld­un­ar­eyja úti á gólfi í stærri íbúðunum. Það vek­ur sér­staka at­hygli hversu mik­il loft­hæð er í íbúðunum á 4. hæð.
Mikið spurt um þak­í­búðirn­ar
Íbúðirn­ar sem komið hafa í sölu eru á hæðum 1-4. Þak­í­búðir á fimmtu hæð hafa hins veg­ar ekki verið form­lega aug­lýst­ar til sölu.

Garðar seg­ir aðspurður að um 14 þak­í­búðir sé að ræða. Frá­gang­ur­inn á þeim sé skemmra á veg kom­inn enda muni kaup­end­ur hugs­an­lega vilja hanna þær eft­ir þörf­um.

Þær séu hér um bil 160-320 fer­metr­ar að stærð, að meðtal­inni geymslu og minnst einu bíla­stæði. Marg­ir hafi þegar spurst fyr­ir um íbúðirn­ar.

Þá séu nokkr­ar frá­tekn­ar. Miðað við að fer­metr­inn kosti 600 þúsund kosta slík­ar íbúðir 96-192 millj­ón­ir.

„Það er gjarn­an farið frjáls­lega með hug­takið þak­í­búð. Menn kalla íbúðir á efstu hæð þak­í­búðir þótt margt vanti upp á. Þak­í­búðirn­ar hér standa hins veg­ar und­ir nafni.

Flest­ar hafa þak­g­arð og all­ar eru með stór­um hjóna­svít­um. Þá eru í þeim stór­ar stof­ur með nægu rými fyr­ir hús­gögn og list­muni,“ seg­ir Garðar.

Garðar Hólm seg­ir íbúðirn­ar henta fjöl­breytt­um hópi fólks. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hann sýndi Morg­un­blaðinu eina af þak­í­búðunum sem snúa til vest­urs að Há­skóla Íslands. Gert er ráð fyr­ir stórri hjóna­svítu, fata­her­bergi og stóru baðher­bergi í syðri end­an­um. Stór stofa er í íbúðinni, þvotta­hús við inn­gang­inn, baðher­bergi og svefn­her­bergi í norðurend­an­um. Sval­ir snúa bæði til vest­urs og suðurs.

Glugg­ar eru gólfsíðir og hleyp­ir það mik­illi birtu inn í íbúðina. Frá íbúðinni er mikið út­sýni yfir flug­völl­inn.

Mynd­in er tek­in af svöl­um þak­í­búðar í Hauka­hlíð 5. Skerja­fjörður­inn og Álfta­nesið blasa við í suðri. Nýtt hverfi verður í Skerjaf­irði. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Síðan var litið inn í tvær þak­í­búðir sem snúa til norðurs. Þær eru með stór­um þak­görðum og er ann­ar þeirra til dæm­is um 90 fer­metr­ar og með út­sýni yfir Þing­holt­in og Hljóm­skálag­arð (sjá mynd á bls. 32, síðunni hér á und­an).

Stærri íbúðirn­ar af­hend­ast með eld­hús­eyju sem teng­ist stof­unni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Með þak­í­búðunum fylgja bíl­skúr­ar, stór­ar geymsl­ur og stæði í bíla­geymslu. Geymsl­ur og skúr eru sam­tals að meðaltali um 50 fer­metr­ar.

Öskju­hlíðin er steinsnar frá bygg­ing­ar­svæðinu á Hlíðar­enda. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Í Smyr­ils­hlíð. Um 90 fer­metra þaksval­ir fylgja þess­ari íbúð á fimmtu hæð. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Heimild: Mbl.is