Home Fréttir Í fréttum Bíldudalur: íbúðasvæði stækkað

Bíldudalur: íbúðasvæði stækkað

444
0

Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Um er að ræða endurupptöku á áður auglýstri breytingu sem hætt var við þar sem ekki lá fyrir staðfest hættumat af ofanflóðavörnum við Búðargil sem nú liggur fyrir.

<>

Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt.

Um er að ræða svæði neðan leiðigarðs. Heimt er að reisa á svæðinu allt að tveggja hæða íbúðarhús.

Í skipulagstillögunni segir að íbúum hafi verið að fjölga umtalsvert eftir viðvarandi íbúafækkun en íbúafjöldi á Bíldudal var 208 í byrjun árs 2019 en voru 168 árið 2012.

„Einungis skortur á lóðum hefur gert það að verkum að íbúafjöldi er ekki meiri en raun ber vitni.

Flest ársverk á staðnum eru í fiskeldi, við kalkþörungaverksmiðju og svo einnig aukin þjónusta við ferðamenn.“

Málið var tekið fyrir í skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar og gerir nefndin ekki athygasemd við breytingarnar enda varða þær ekki hagsmuni Ísafjarðarbæjar.

Heimild: BB.is