Home Fréttir Í fréttum Fjöldi nýrra hót­ela að koma í notk­un

Fjöldi nýrra hót­ela að koma í notk­un

237
0
Room with a view. Nýja hót­el­bygg­ing­in við Vega­móta­stíg í miðborg­inni. Mynd: mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Um 520 her­bergi bæt­ast við hót­el­markaðinn í Reykja­vík frá júní til ára­móta. Þá bæt­ist við að minnsta kosti 51 hótel­íbúð á tíma­bil­inu. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt í Morg­un­blaðinu í dag.

<>

Staðan var könnuð hjá fimm nýj­um hót­el­um en í tveim­ur til­vik­um er verið að fjölga her­bergj­um á nú­ver­andi hót­el­um.

Þá er áformað að opna 150 her­bergja Marriott-hót­el við Leifs­stöð í haust. Alls eru þetta 670 her­bergi. Verk­efn­in voru haf­in þegar tví­sýnt varð um WOW air.

Eina breyt­ing­in er að ekki verður af sam­nýt­ingu tveggja húsa í Skip­holti und­ir hót­el.

Að öðru leyti virðast áformin vera óbreytt í meg­in­at­riðum.
Miðað við að hvert hót­el­her­bergi í miðborg­inni kosti 25 millj­ón­ir í bygg­ingu hleyp­ur fjár­fest­ing­in á 12-13 millj­örðum.

Við það bæt­ist kostnaður við yfir 50 nýj­ar hótel­íbúðir.
Sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar lækkaði nýt­ing­ar­hlut­fall hót­el­her­bergja á land­inu í maí úr 58% í 56% milli ára en fram­boðið jókst um 13%, úr 9.200 her­bergj­um í 10.500 her­bergi.
Sama staða í Kaup­manna­höfn

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ist vænta þess að eft­ir­spurn­in auk­ist í kjöl­far auk­ins fram­boðs á hót­el­her­bergj­um. Þar til jafn­vægi næst geti auk­in sam­keppni leitt af sér hag­stæðara verð á gist­ingu.

Til dæm­is sé svipuð staða nú fyr­ir­séð í ferðaþjón­ustu í Kaup­manna­höfn. Flug­fram­boð muni hafa mik­il áhrif á hversu langt þetta tíma­bil verður á Íslandi.

Heimild: Mbl.is