Home Fréttir Í fréttum HS orka og LNS Saga hafa gert verksamning um lagningu útrásarpípu...

HS orka og LNS Saga hafa gert verksamning um lagningu útrásarpípu fyrir sjávarlögn frá Svartsengi

301
0

Undirritaður hefur verið verksamningur við LNS Saga um lagningu útrásarpípu fyrir sjávarlögn frá Svartsengi.

<>

Verkið felst í að leggja um 140 m langa DN 600 plasthúðaða stálpípu frá útlofunarbrunni á sjávarkambi í gegnum stórgrýtisfjöru og á haf út. Útrásin er við Arfadalsvík vestan við Grindavík. Endi útrásarpípunnar mun ná 20 m út fyrir meðalstórstraumsfjöru.
Gerður verður skurður í klöppina sem pípan er steypt í og fest niður í með bergteinum.
Verkið verður unnið nú í sumar og eru áætluð verklok í september. Taka þarf mið af veðri og sjávarföllum við framkvæmd verksins.

Meðfylgjandi mynd er frá undirrituninni. Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku og Ásgeir Loftsson forstjóri LNS Saga.

 

Heimild: HS Orka