Verkið felst í því að leggja nýtt slitag á flugbraut og flughlað á Bakkaflugvelli með einfaldri klæðingu.
Helstu magntölur eru:
Undirbúningur og aðstaða: 1 HT
Klæðing, flutningur og útlögn með efni: 30.000 m2
Á verktíma verður flugvöllurinn lokaður. Verkið verður að vinnast í samfellu.Ekki má vinna verkið á tímabilinu 31. júlí til 8. ágúst 2019 og þarf flugbrautin að vera í nothæfu ástandi á því tímabili
Innifalið í verki er útlögn, flutningur og allt efni, bæði þjálbik og klæðingarefni. Nánari upplýsingar er að finna á útboðsvef Isavia: