Home Fréttir Í fréttum Grænt ljós á fram­kvæmd við Hvalár­virkj­un

Grænt ljós á fram­kvæmd við Hvalár­virkj­un

155
0
Virkj­un­ar­svæði fyr­ir Hvalár­virkj­un í Árnes­hreppi á Strönd­um. Mynd úr safni. mbl.is/​Golli

Sveita­stjórn Árnes­hrepps samþykkti á fundi sín­um í dag fram­kvæmda­leyfi fyr­ir fyrsta hluta virkj­ana­fram­kvæmda við Hvalár­virkj­un. „Þetta er bara vegna rann­sókn­ar­vinnu,“ seg­ir Eva Sig­ur­björns­dótt­ir, odd­viti Árnes­hrepps, seg­ir í sam­tali við mbl.is.

<>

Leyfið tek­ur m.a. fram­kvæmda við vega­gerð að og um virkj­un­ar­svæðið, brú­ar­gerðar yfir Hvalá, bygg­ingu vinnu­búða og frá­veitu, sem og rann­sókna á jarðfræðileg­um þátt­um.
Um­sókn fyr­ir fram­kvæmda­leyf­inu var upp­haf­lega lögð fram í sept­em­ber í fyrra, en þar sem aug­lýs­ing á breyt­ing­um deili­skipu­lags vegna Hvalár­virkj­un­ar var birt í Lög­birt­ing­ar­blaðinu tveim­ur dög­um of seint þurfti hrepps­nefnd­in að taka málið fyr­ir að nýju.

Fram­kvæmda­leyf­is­um­sókn Vest­ur­Verks sem samþykkt var í dag er sú sama og lögð var fram þá.

Skili mánaðarlega vökt­un­ar­áætl­un og um­hverf­isút­tekt
Í samþykkt sinni setti sveita­stjórn­in þó skil­yrði í fram­kvæmda­leyfið varðandi nýt­ingu ár­sets­námu við Hvalá að vinnsla námunn­ar verði haf­in sem fjærst vatns­borði og óraskað belti verði skilið eft­ir milli námu og vatns­bakka.

Þá er verk­taka gert að skila sveit­ar­fé­lag­inu mánaðarlega vökt­un­ar­áætl­un og um­hverf­isút­tekt á fram­kvæmda­tím­an­um og seg­ir Eva þetta vera gert fyr­ir til­stilli nátt­úru­vernd­ar­nefnd­ar Árnes­hrepps, sem hafi til­greint þessa þætti í sinni fund­ar­gerð.

Að sögn Evu var sveita­stjórn ein­róma í samþykkt sinni á fram­kvæmda­leyf­inu. Fram kem­ur í fund­ar­gerð að stjórn­in telji fyr­ir­hugaða fram­kvæmd vera í sam­ræmi við Aðal­skipu­lag Árnes­hrepps 2005-2025 og deili­skipu­lag vegna Hvalár­virkj­un­ar, sem hrepps­nefnd­in samþykkti í mars í ár og bíður nú aug­lýs­ing­ar, í sam­ræmi við yf­ir­ferð Skipu­lags­stofn­un­ar frá því í lok maí.

„Við sam­an­b­urð á fram­kvæmd sem fyr­ir­liggj­andi um­sókn lýs­ir og mats­skýrslu vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar er sýnt að fram­kvæmd­in varðar ein­ung­is hluta þeirr­ar fram­kvæmd­ar, þ.e. rann­sókn­ir, s.s. á jarðfræðileg­um þátt­um, vega­gerð, s.s veg­um að og um virkj­un­ar­svæði, brú­ar­gerð yfir Hvalá, efnis­töku og efn­is­los­un, bygg­ingu frá­veitu, öfl­un neyslu­vatns, upp­setn­ing­ar vinnu­búða og fram­kvæmda við verklok,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni frá því í dag.

Varðar ekki bygg­ingu virkj­ana­mann­virkja eða breyt­ing­ar á vatnafari
Hrepps­nefnd­in hafi kynnt sér mats­skýrslu fram­kvæmd­ar og álit Skipu­lags­stofn­un­ar um mat á um­hverf­isáhrif­um vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar. Fram­kvæmd­in sem sótt er um nú varði hins veg­ar ekki bygg­ingu virkj­un­ar­mann­virkja eða breyt­ing­ar á vatnafari og þess vegna hafi um­fjöll­un um álit Skipu­lags­stofn­unn­ar „tak­markaða þýðingu við málsmeðferð nú“. Í bæði aðal- og deili­skipu­lagi hafi hins veg­ar verið sér­stak­lega hugað að því „að draga úr raski ef horfið yrði frá bygg­ingu virkj­un­ar“.

Við breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Árnes­hrepps og samþykkt deili­skipu­lags vegna rann­sókna tengd­um Hvalár­virkj­un hafi farið fram um­hverf­is­mats­ferli Hvalár­virkj­un­ar og mót­vægisaðgerðir vegn­ar fram­kvæmd­ar­inn­ar verið út­færðar, til að mynda kröf­ur um frá­gang vega, skil­mál­ar vegna verkloka og aðstöðu ef hætt yrði við að virkja.

„Árnes­hrepp­ur hef­ur því tekið af­stöðu til álits Skipu­lags­stofn­un­ar við gerð nýrra skipu­lags­áætl­ana og þá m.a. horft til áherslna sem koma fram í álit­inu,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni. Þá séu í gögn­um með fram­kvæmda­leyf­is­um­sókn­inni gerð grein fyr­ir hvaða rann­sókn­ir á vatna­lífi, fugla­lífi og skrán­ing menn­ing­ar­minja hafa farið fram eft­ir gerð álits Skipu­lags­stofn­un­ar. Með þessu hafi skil­yrðum álits­ins verið mætt.

Áhrif á ferðaþjón­ustu ekki jafn nei­kvæð og skipu­lags­stofn­un tel­ur
Hrepps­nefnd­in seg­ist enn frem­ur í af­greiðslu sinni ekki draga í efa helstu niður­stöður álits Skipu­lags­stofn­un­ar. Þó telji nefnd­in áhrif á ferðaþjón­ustu og út­vist ekki verða jafn nei­kvæð og til­greint sé í áliti Skipu­lags­stofn­unn­ar. Seg­ir hrepps­nefnd­in sam­göng­ur enda geta eflst með fram­kvæmd­un­um og með þeim aðgengi að svæðum.

Eins geti „ásýnd hluta fram­kvæmda­svæðis að lokn­um fram­kvæmd­um haft svip­mót óraskaðra svæða“.

Eva segi sveita­stjórn­ina ekki vita hvenær Vest­ur­Verk mun hefja fram­kvæmd­ir nú þegar leyfi hef­ur verið veitt, né hve lang­an tíma rann­sókn­ar­vinn­an muni taka. „Þetta er ekk­ert sem hlaupið er í,“ seg­ir hún. „Það skýrist þó sjálfsagt þegar líður á þetta ár hve hratt hlut­irn­ir geta gerst.“

Heimild: Mbl.is