Home Fréttir Í fréttum 26.06.2019 Undirgöng í Grindavík

26.06.2019 Undirgöng í Grindavík

217
0
Mynd: Grindavík.is

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð steyptra undirganga og stígtenginga við þau undir Grindavíkurveg (43-01, Víkurbraut) við Suðurhóp í Grindavík.

<>

Helstu magntölur eru:

– Steypa 130 m3
– Mót 490 m2
– Járn 21 tonn
– Skeringar 2.650 m3
– Fyllingar 750 m3
– Burðarlag 380 m3
– Styrktarlag 100 m3
– Malbik 780 m2
– Frágangur fláa 850 m2

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2019.

Útboðsgögnin verða afhent í móttöku Vegagerðarinnar, Borgartúni 7 í Reykjavík og Breiðumýri 2 á Selfossi frá og með þriðjudeginum 11. júní 2019.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 26. júní 2019 og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð á sömu stöðum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.