Home Fréttir Í fréttum Félagsstofnun sýknuð af kröfu ÍAV

Félagsstofnun sýknuð af kröfu ÍAV

287
0
Hér má sjá tillögu Ístaks og Yrkis arkitekta sem fallist var á af Félagsstofnuninni. Mynd: Yrki Arkitektar

ÍAV krafðist bóta fyrir missis hagnaðar vegna framgöngu FS við útboð á byggingu nýrra stúdentagarða.

<>

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Félagsstofnun stúdenta (FS) af kröfu Íslenskra aðalverktaka hf. (ÍAV) af kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu vegna missis hagnaðar.

Málið snerist um útboð FS vegna byggingu stúdentagarða við Sæmundargötu 21. Um lokað alútboð var að ræða var fjórum aðilum boðin þátttaka. FS áskildi sér rétt til að taka hagstæðasta tilboði eða hafna þeim öllum.

Aðaltilboð ÍAV hljóðaði upp á rúma 3,7 milljarða króna en félagið skilaði einnig frávikstilboði upp á 3,1 milljarða.

Heildartilboð Ístaks hf., sem var meðal þátttakenda, hljóðaði upp á tæpa 3,9 milljarða. Dómnefnd um tilboðin raðaði tilboði ÍAV í fyrsta sæti og tilboði Ístaks í annað sæti.

Öllum upphaflegum tilboðum var hafnað af hálfu FS, þann 22. september 2017, þar sem þau voru yfir hámarksfjárhæð lánareglna Íbúðalánasjóðs.

Nokkur samskipti áttu sér stað næstu daga en um viku eftir að tilboðum var hafnað upplýsti framkvæmdastjóri FS fulltrúa ÍAV um það að viðræður væru hafnar við Ístak þar sem tilboð þeirra hafi fallið næst lánareglum Íbúðalánasjóðs og að fjöldi leigueininga væri þar hæstur.

Frekari samskipti áttu sér stað milli ÍAV og FS en í október var endanlega ákveðið að slíta viðræðum og semja við Ístak.

Þessu vildi ÍAV ekki una enda taldi félagið að FS hefði borið að semja við sig á grundvelli aðals- eða frávikstilboði.

Slíkt hefði verið lögboðið samkvæmt lögum um opinber innkaup enda heyri FS undir gildissvið laganna.

Ef ekki var byggt á því að það væri unnt með lögjöfnun. Í annan stað var byggt á því að höfnun allra tilboða ekki verið málefnaleg og órökstudd. Að endingu taldi ÍAV að það að taka tilboði Ístaks hefði verið í andstöðu við meginreglur útboðsréttar þar sem það fékk bæði lægri einkunn hjá dómnefnd og var hæsta tilboðið í verkið.

Héraðsdómur féllst ekki á þessar röksemdir. FS nyti ekki styrkja, tekna eða yfirstjórnar frá stjórnvöldum og því væri starfsemi hennar ekki heimfærð undir lög um opinber innkaup.

Þá var talið að ÍAV, sem hefur mikla reynslu sem verktaki hér á landi, hefði mátt vera ljóst af útboðsskilmálum að reglur Íbúðalánasjóðs kynnu að hafa áhrif á það.

Þá var ekki talið að það að ganga til samninga við Ístak hefði verið ómálefnalegt.
FS var því sem fyrr segir sýknað af kröfum ÍAV. Síðarnefndi aðilinn var auk þess dæmdur til að greiða tvær milljónir króna í málskostnað.

Heimild: Vb.is