Home Fréttir Í fréttum Knattspyrnuhús rís í Mosfellsbæ á árinu

Knattspyrnuhús rís í Mosfellsbæ á árinu

146
0
Mynd: Getty Images

Húsið mun bylta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Mosfellsbæ.

<>

Byggingafulltrúi í Mosfellsbæ samþykkti í gær umsókn bæjarins um byggingarleyfi fyrir fjögur þúsund fermetra knattspyrnuhús, eða fjölnotaíþróttahús, eins og það er kallað. Byggingin verður úr steinsteypu, stáli og tvöföldum PVC dúk.

Húsið verður 3.911 fermetrar en byggingarkostnaður verður 621 milljón króna.

Á fundi bæjarráðs þann 11. október kom fram að dúkurinn verði lagður á stálgrind en undirstöður og veggir verði steinsteyptir.

Til stendur að taka húsið í notkun í haust en Alverk bauð lægst og annast byggingu hússins.

Húsið mun bylta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í bænum.

Heimild: Frettabladid.is