Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan við nýjan búsetukjarna í Hafnarfirði

Fyrsta skóflustungan við nýjan búsetukjarna í Hafnarfirði

372
0
Mynd: Hafnarfjarðabær

Fyrsta skóflustungan að nýjum búsetukjarna við Arnarhraun 50 var tekin í dag en þar stendur til að byggja sex íbúða kjarna ásamt sameiginlegu rými. Gengið var til samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. um bygginguna í árslok 2018 og eru verklok áætluð í mars 2020.

<>

Um er að ræða sex íbúða sérbýli með fullu aðgengi fyrir fatlaða og eitt sérbýli fyrir starfsfólk. Fjölgun búsetukjarna er liður í áætlun Hafnarfjarðarbæjar um fjölgun heimila fyrir fatlað fólk.

Framkvæmdir á staðnum munu nú hefjast og er ráðgert að eftir rétt um ár muni íbúar geta flutt inn í ný híbýli að Arnarhrauni.

Þegar hefur þremur íbúðum af sex verið úthlutað. Væntanlegir íbúar mættu í dag og tóku fyrstu skóflustunguna ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar, Rósu Guðbjartsdóttur, Valdimari Víðissyni formanni fjölskylduráðs, verktaka og Rannveigu Einarsdóttur sviðsstjóra fjölskylduþjónustu.

Heimild: Hafnarfjordur.is