Home Fréttir Í fréttum 26.02.2019 Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi -Jarðvinna

26.02.2019 Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi -Jarðvinna

254
0

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfisráðuneytisins, kynnir opið útboð á framkvæmdum við jarðvinnu og að girða af verksvæði fyrir fyrirhugað hús þjóðgarðasmiðstöðvar á Hellissandi (ÞMH).

<>

Verkið er undirbúningsframkvæmd vegna byggingar nýrrar þjónustumiðstöðvar (ÞMH) fyrir Þjóðgarð Snæfellsjökuls á Hellissandi.

Um er að ræða gröft fyrir húsi, bílaplani, lögnum og fyllingu undir sökkla og burðarlags undir bílastæði á lóð.

Helstu magntölur eru:

Girðingar 260 m,
Gröftur 3.000 m3,
Þar af losun klappar 800 m3,
Fyllingar 2.500 m3,
Vinnsla hrauns 250 m3.

Stærð lóðar er u.þ.b. 11.500 m2 og stærð fyrirhugaðs húss er u.þ.b. 700 m2.

Byggingarreiturinn er á hornlóð og liggur þjóðvegur í þéttbýli, Útnesvegur, með henni að norðanverðu.

Norðan við þjóðveginn er íbúðabyggð Hellissands. Að austanverðu er lóð Sjóminjasafns Hellissands.

Reiknað er með því að verkið geti hafist í byrjun mars 2019 og verði lokið um miðjan mai 2019. Útboðsgögn eru aðgengileg á https://www.rikiskaup.is/utbod/utb/20823