Home Fréttir Í fréttum VÖK tekur á sig mynd við Urriðavatn

VÖK tekur á sig mynd við Urriðavatn

406
0
Mynd: Ruv.is
Enn lítur út fyrir að það takist að ljúka framkvæmdum við baðstaðinn VÖK við Urriðavatn á tilsettum tíma og að hægt verði að opna staðinn næsta sumar.

Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri segir að búið sé að reisa alla einingaveggi, steypa grunnplötu og um helming af þakplötu.

<>

Miklar rigningar í desember hafi seinkað ákveðnum verkþáttum innan verkáætlunar en hægt hafi verið að flýta öðrum á móti. Enn sé stefnt á að opna 1. júlí.

Áður en framkvæmdir hófust kom fram að kostnaður yrði allt að einn milljarður króna. Heiður segir enn verið að taka ákvarðanir sem hafi áhrif á endanlegan kostnað en eins og stað sé núna líti út yfir að hann verði innan marka.

Baðstaðurinn hverfist í kringum fljótandi laugar í Urriðavatni sem eiga að líkja eftir vökum sem mynduðust á vatninu og urðu til þess að jarðhitinn undir því uppgötvaðist.

Hann var síðar virkjaður til húshitunar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Vatnið sem kemur undan Urriðavatni er eina hitaveituvatn landsins sem er vottað til drykkjar.

Heiður segir að laugarnar verði framleiddar hjá fyrirtæki í Finnlandi sem sérhæfi sig í slíkum lausnum. Þær verða fluttar til landsins í stórum einingum og settar á flot. Húsið verður allt niðurgrafið nema framhliðin sem verður úr gleri. Pallar og veggur sem liggur gegnum húsið verða klædd lerki.

Það eru Basalt arkitektar sem hanna staðinn en Efla verkfræðistofa sér um verkfræðilega hönnun hússins.

Heimild: Ruv.is