Home Fréttir Í fréttum Nýjar lóðir á Siglufirði lausar til umsóknar

Nýjar lóðir á Siglufirði lausar til umsóknar

123
0
siglufjörður

Fjallabyggð auglýsir lausar til umsóknar 6 lóðir fyrir fjölbýlishús og eina einbýlishúsalóð. Lóðirnar eru staðsettar á gamla malarvellinum miðsvæðis í bænum.

<>

Í nýju deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir þremur fjögurra íbúða húsum á tveimur hæðum, þremur 4-5 íbúða húsum á tveimur hæðum ásamt bílgeymslum og einu einbýlishúsi ásamt bílskúr.

Þeir sem vilja byggja í Fjallabyggð greiða lágt lóðarúthlutunargjald ásamt byggingarleyfisgjaldi og greiða síðan gatnagerðar- og tengigjöld.

Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð sem er ört vaxandi bæjarfélag með rúmlega tvö þúsund íbúa og afþreyingarmöguleikar eru nánast ótæmandi.

Skipulagsuppdrætti ásamt skilmálum má finna á heimasíðu Fjallabyggðar: www.fjallabyggd.is/malarvollur

Nánari upplýsingar gefur Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar (armann@fjallabyggd.is) eða Gunnar I. Birgisson (gunnarb@fjallabyggd.is) í síma 464-9100.

Heimild: Trölli.is