Home Fréttir Í fréttum 22.600 vörubílaferðir vegna nýs Landspítala

22.600 vörubílaferðir vegna nýs Landspítala

224
0
Mynd: RÚV
Í fyrsta jarðvinnuáfanga Nýs Landspítala verður 339 þúsund rúmmetrum af jarðefnum ekið á brott en fyrsti áfanginn er langstærstur af jarðvinnuáföngum verksins.
Verktíminn er 20 mánuðir og til að keyra efninu burt þarf 22.600 vörubílaferðir miðað við 15 rúmmetra trailer bílum. Það gera 1.255 ferðir á mánuði, 292 á viku og 49 ferðir á dag. Magntölur fyrir síðara áfanga liggja ekki ljósar fyrir.

Þetta kemur fram í svari skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds við fyrirspurn Baldurs Borgþórssonar, fulltrúa Miðflokksins í skipulags-og samgönguráði Reykjavíkur.

<>

Svarið var lagt fram á fundi ráðsins í vikunni.

Í svarinu var stuðst við upplýsingar frá NLSH efh og þar kemur fram að miðað sé við sex daga vinnuviku.

Ekki sé gert ráð fyrir að verktaki verksins standi í flutningum á jarðefnum á álagstíma umferðar milli klukkan 8 og 9 á morgnana og ekki heldur milli 16 og 18 seinni partinn.

Í svari NLSH ehf kemur fram að gripið verður til umtalsverða aðgerða gegn rykmengun. Þannig verða allir borvagnar útbúnir ryksugum, jarðvegsfláarverða bundnir með vantsúðun og öll rykmyndandi svæði verða úðuð vatni.

Þá verður öllum tækjum gert að aka í gegnum sérstaka hjóla- og undirvagna þvottastöð til að drulla berist ekki út á götur og þorni þar og valdi síðan rykmyndun.

„Þetta eru umtalsvert meiri aðgerðir en áður hafa þekkst hér á landi og því má búast við að rykmyndun framkvæmda við nýjan Landspítala verði talsvert minni en við aðrar framkvæmdir í borginni.“

Í svari borgarinnar við fyrirspurnum Baldurs kemur fram að ekki sé til sérstök áætlun vegna aukins viðhalds gatna sem rekja megi beint til framkvæmda á Landspítalareit.

Jarðvegsefnið sem verði flutt henti vel til landfyllinga og því sé mikill hagur að hægt sé að keyra því beint á þau svæði þar sem landfyllingar séu fyrirhugaðar.

Stefnt sé að því að nýta eins og frekast sé kostur það klappargrjót sem falli til í landfyllingarverkefni innan borgarmarkanna. „Með því sparast miklir fjármunir hjá öllum aðilum auk þess sem umhverfisleg áhrif verða umtalsvert minni með styttingu akstursleiða.“

Heimild: Ruv.is