Keppendur hafa skilað samkeppnistillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag á Stjórnarráðsreit en frestur til að sækja um rann út í lok september.
Alls bárust 30 tillögur í framkvæmdasamkeppni vegna viðbyggingar við Stjórnrráðshúsið og átta tillögur í hugmyndasamkeppni vegna skipulags Stjórnarráðsreits.
Þessi samkeppni á vegum forsætisráðuneytisins var auglýst í byrjun apríl 2018.
Annars vegar er um að ræða framkvæmdasamkeppni um 1.200 fermetra viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg og hins vegar hugmyndasamkeppni um skipulag svokallaðs Stjórnarráðsreits, sem markast af Ingólfsstræti, Skúlagötu, Klapparstíg og Lindargötu.
Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt 3. desember næstkomandi.
Heimild: AI.is