Home Fréttir Í fréttum Vegakerfið fær sögulega lítið

Vegakerfið fær sögulega lítið

126
0
Unnið við holuviðgerðir. Mynd: Vegagerðin

Hagfræðingur SI og samgönguráðherra eru ósamála um hvort fé í vegamál svari þeim bráðavanda sem hafi safnast upp.

<>

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir hlutfallið sem fari í vegakerfið nú vera mjög lágt sögulega séð, bæði sem hlutfall af umferð og landsframleiðslu.

Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá opnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á frekari gjaldtöku, t.d. með tímagjaldi, og einkaframkvæmdum í nýrri samgönguáætlun.

Sigurður Ingi segir að með nýrri samgönguáætlun til næstu 15 ára sé helstu markmiðum náð um aðskilnað aksturstefnu frá Keflavík og austur fyrir Hellu, og upp fyrir Borgarnes, aukið umferðaröryggi og helstu farartálmar yfirstignir. Auk þess sé svarað gagnrýni Samtaka iðnaðarins og fleiri um uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu sem nemi allt að 65 milljörðum.

„Með því að hafa bætt við fjórum milljörðum núna í sumar og með áætlunum um að á næstu fimm árum verði settir 10 milljarðar á hverju ári, þá er það að mati Vegagerðarinnar mjög ásættanlegt til að ná að vinna upp viðhaldsþörfina. Þetta er fimmtungsaukning frá því sem var í ár og 40% aukning frá því sem var 2016,“ segir Sigurður Ingi.

Ingólfur bendir á að nú sé mun hærra hlutfall verðmætasköpunar landsins háð vegakerfinu vegna ferðamannastraumsins en var áður og telur ekki nóg gert.
„Það er verið að auka útgjöldin á milli ára úr tæplega 20 milljörðum í tæplega 23,5 milljarða, sem er aukning úr 0,7% af landsframleiðslu í ríflega 0,8% af landsframleiðslu, en hlutfallið lækkar síðan árin 2021 og 2022 aftur.

Á tímabilinu 1998 til 2010 voru þau hins vegar 1,1% af landsframleiðslu, en eftir það erum við komin út fyrir líftíma núverandi ríkisstjórnar og þess bráðavanda sem uppsöfnuð þörf skapar,“ segir Ingólfur.

Heimild: Vb.is