Home Fréttir Í fréttum Rifu bragga frá stríðsár­un­um án at­huga­semda

Rifu bragga frá stríðsár­un­um án at­huga­semda

278
0
Niðurrifið er hluti af end­ur­gerð Kárs­ness­ins. Við end­ur­gerðina vík­ur meðal ann­ars gam­alt iðnaðar­hús­næði fyr­ir íbúðum. Meðal ann­ars var græni bragg­inn rif­inn. Mynd: mbl.is/​Bald­ur

Verk­tak­ar í Kópa­vogi hafa á und­an­förn­um vik­um rifið niður græna bragg­ann á Kárs­nesi. Ágúst Friðgeirs­son húsa­smíðameist­ari seg­ir bragg­ann vera frá stríðsár­un­um. Bragg­inn hafi staðið á lóð þar sem byggðar verða 86 íbúðir.

<>

Eng­ar at­huga­semd­ir hafi borist vegna niðurrifs­ins. Bragg­inn var horf­inn í gær. Ágúst seg­ir áformað að gera yl­strönd og brú yfir Foss­vog nærri lóðinni þar sem bragg­inn stóð.

Niðurrifið í Kárs­nesi vek­ur at­hygli í ljósi þess að norðan meg­in við Foss­vog­inn hef­ur Reykja­vík­ur­borg látið gera upp bragga frá stríðsár­un­um. Kostnaður­inn reynd­ist á fimmta hundrað millj­ón­ir kr. Krist­ín Huld Sig­urðardótt­ir, for­stöðumaður Minja­stofn­un­ar, seg­ir stofn­un­ina ekki hafa gert kröfu um end­ur­bygg­ingu bragg­ans.

Heimild: Mbl.is