Home Í fréttum Niðurstöður útboða Hagnaður BYGG 1,4 milljarðar króna í fyrra

Hagnaður BYGG 1,4 milljarðar króna í fyrra

299
0
Verk í vinnslu á vegum BYGG Mynd/BYGG

Hagnaður Byggingafélags Gylfa og Gunnars (BYGG) jókst um þriðjung á milli ára og var um 1,4 milljarðar króna í fyrra. Arðsemi eiginfjár nam 37 prósentum. Eiginfjárhlutfallið var 30 prósent við árslok og eigið fé var 4,4 milljarðar króna. Veltan dróst saman um tvö prósent á milli ára og var 10,5 milljarðar króna.

<>

Fyrirtækið er í jafnri eigu Gylfa Ómars Héðinssonar og Gunnars Þorlákssonar. Það smíðar einkum fasteignir fyrir eigin reikning og selur en leigir jafnframt út húsnæði.

BYGG keypti Miðland af Hömlum, dótturfélags Landsbankans, við upphaf síðasta árs fyrir 192 milljónir króna. Miðland á skipulagt byggingarland á svokölluðu Nikkelsvæði í Reykjanesbæ og hafa framkvæmdir þegar hafist.

Samkvæmt ársreikningi voru 188 ársverk hjá félaginu.

Heimild: Frettabladid.is