Home Fréttir Í fréttum Ný brú brú stendur ónotuð í Bjarnarfirði

Ný brú brú stendur ónotuð í Bjarnarfirði

468
0
Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
Ný brú yfir Bjarnarfjarðará í Bjarnarfirði í Kaldrananeshreppi hefur staðið ónotuð og ótengd við nýjan veg yfir Bjarnarfjarðarháls í tvo mánuði.
Kristinn G. K. Lyngmó, eftirlitsmaður hjá Vegagerðinni, segir að vegna fjármagnsskorts við framkvæmdir á nýjum vegi yfir Bjarnarfjarðarháls hafi brúarsmíðinni verið frestað um ár og Borgarverk, sem sér um vegagerðina, hélt í önnur verkefni þar til brúin yrði tilbúin.

Brúarsmíðinni lauk um mánaðamótin júní júlí og var vonast til að Borgarverk kæmist fljótlega í að tengja brúna en samkvæmt Kristni Sigvaldasyni, stjórnarformanni Borgarverks, má ekki búast við því að fyrirtækið komist í verkið fyrr en í október.

<>

Þá verður brúin tengd en samkvæmt Kristni Lyngmó verður beðið með að setja bundið slitlag þar til næsta vor. Á meðan ekki er búið að tengja nýju brúna er ekið eftir gamla veginum og yfir einbreiða brú yfir Bjarnarfjarðará.

Borgarverk hefur undanfarið unnið að breikkun og endurbótum á Vestfjarðavegi 60 um Hvolsdal í Dalabyggð.

Nú er unnið að setja þar bundið slitlag en samkvæmt áætlun á verkinu að ljúka 1. september

Heimild: Ruv.is