Í fyrri áfanga verður miðhluti ganganna malbikaður, um það bil 2,5 kílómetra langur kafli. Þetta er svæðið á milli þeirra tveggja staða í göngunum þar sem enn rennur vatn. „Svo er áætlað er að malbika sitt hvorn enda ganganna í lok ágúst og byrjun september,“ segir Einar Hrafn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Ósafls, verktakans við gerð ganganna.
Hann segir að til að vera ekki með alla 7 kíómetrana undir í einu, við malbikun, hafi verkinu verði skipt upp í þessa áfanga í samhengi við aðrar framkvæmdir í göngunum. Þar á meðal eru svæðin tvö þar sem vatn rennur inn í göngin, annarsvegar kalt vatn og hinsvegar heitt.
Á hrunsvæðinu svokallaða, þar sem kaldavatnsæðin opnaðist, er verið að byggja inntaksmannvirki þar sem vatnið verður virkjað og það nýtt sem neysluvatn á Svalbarðsströnd. Yfir uppsprettur heita vatnsins stendur svo til að leggja forsteyptar einingar og malbika ofan á þær. „Við byrjum ekki seinni áfangann í malbikun fyrr en hægt verður að taka þessi tvö svæði með,“ segir Einar.
Heimild: Ruv.is