Home Fréttir Í fréttum Tengivirki Landsnets á Bakka vígt

Tengivirki Landsnets á Bakka vígt

130
0
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við vígsluna. Aðsend mynd

Í gær tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tengivirki Landsnets á Bakka formlega í notkun. Með þessu hefur orkuverið á Þeistareykjum verið tengt formlega við iðnaðarsvæðið á Bakka annars vegar og hins vegar við meginflutningskerfið í Kröflu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti.

<>

Húsavíkurlína 1, sem er tenging Húsavíkur frá Laxá, er ein af elstu flutningslínum í raforkukerfi landsins og hefur því um nokkurn tíma staðið til að endurnýja hana.

„Á Bakka eru nú allar aðstæður til þess að byggja upp fjölbreytta starfsemi: Góð aðkoma að höfn, sterk tenging við raforkukerfið og lóðir til uppbyggingar,“ sagði hún og bætti við: „Sé miðað við orkuöflun eru fáir staðir á landinu sem bjóða upp jafn góða möguleika. Uppbyggingin mun því bæta mjög stöðu landshlutans og auka samkeppnishæfi atvinnulífs sem reiðir sig á örugga og umhverfisvæna raforku“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í fréttatilkynningunni.

Að sögn Guðmundar Inga Ásmundssonar, forstjóra Landsnets, er örugg afhending raforku æ mikilvægari þáttur í nútíma samfélagi og þessi áfangi og framkvæmdir sem framundan eru munu gera afhendingaröryggi á svæðinu með því besta sem gerist á landinu.

„Það hefur oft gustað um verkefnið, sem er það kostnaðarsamasta í sögu Landsnets, en niðurstaðan er sú að vel hefur til og viðbrögðin við mannvirkjum og frágangi hafa verið afar góð,“ er jafnframt haft eftir Guðmundi Inga í fréttatilkynningunni.

Síðasta haust synjaði Orkustofnun kerfisáætlun Landsnets. Nú er fyrirtækið að ljúka vinnu við nýja áætlun og verður hún kynnt á fimmtudaginn.

Heimild: Vb.is