Home Fréttir Í fréttum Bjarg íbúðafélag mun reisa 11 leiguíbúðir í Þorlákshöfn

Bjarg íbúðafélag mun reisa 11 leiguíbúðir í Þorlákshöfn

198
0
Mynd: Ölfus.is

í síðustu viku var undirrituð viljayfirlýsing milli Bjargs íbúðafélags og Sveitarfélagsins Ölfuss um byggingu 11 íbúða fjölbýlishúss í Þorlákshöfn. Húsið mun rísa við Sambyggð og er áætlað að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í maí 2019.

<>

Þau Gylfi Arnbjörnsson formaður Bjargs, Elín Björg Jónsdóttir meðstjórnandi í stjórn Bjargs, Sveinn Steinarsson forseti bæjarstjórnar Ölfuss og Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss undirrituðu viljayfirlýsinguna.

Elín Björg og Gylfi lýstu yfir mikilli ánægju með að verkefnið væri komið þetta langt á veg og jafnframt þökkuðu þau ánægjulegt og gott samstarf við fulltrúa frá Sveitarfélaginu Ölfusi í þeirri vinnu sem að baki er.

Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem er rekin án hagnaðarmarkmiða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum og einstaklingum aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir húsnæði í sveitarfélaginu og í ljósi þeirrar staðreyndar að mjög lítið framboð íbúðarhúsnæðis er á leigumarkaði er tilkoma þessa verkefnis hinn mesti happafengur fyrir íbúa sveitarfélagsins.  Það er vitað að húsnæðisvandi steðjar að fjölskyldum og einstaklingum og eru þeir sem þannig háttar til hjá hvattir til að setja sig í samband við Bjarg íbúðafélag sem fyrst (www.bjargibudafelag.is).

Viljayfirlýsing um uppbyggingu 11 íbúða í Þorlákshöfn

Heimild: Olfus.is