Home Fréttir Í fréttum Veltan í byggingarstarfsemi jókst um 14%

Veltan í byggingarstarfsemi jókst um 14%

113
0
Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að lyfjaframleiðslu undanskyldri, var á tímabilinu mars 2017 til febrúar 2018 um 4,3 milljarðar.

<>

elta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að lyfjaframleiðslu undanskyldri, var á tímabilinu mars 2017 til febrúar 2018 um 4,3 milljarðar. En það er 6,0% hækkun miðað við 12 mánuði þar á undan. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Mest var hækkun í greinum sem tengjast fiskveiðum og vinnslu. En veltan í þeim greinum var óvenju lág fyrstu mánuði ársins 2017 sökum verkfalls sjómanna.

Velta í byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugreftri og vinnslu hráefna í jörðu jókst einnig sem nam 14% milli ára.

Aukningin var einnig mikil hjá bílaleigum en á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru 16% fleiri bílaleigubílar í umferð en á sama tíma árið áður.

Heimild: Vb.is