Home Fréttir Í fréttum Stórt hótel við Hlíðarfjall?

Stórt hótel við Hlíðarfjall?

237
0
. Mynd: Þórir Tr.

Eigandi lóðar á Akureyri skoðar að reisa að 250 herbergja hótel fyrir ofan bæinn.

<>

Hugmyndir eru uppi um byggingu hótels fyrir ofan Akureyrarbæ.  Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Hjá bænum hefur deiliskipulag vegna þriðja áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda verið til kynningar. Landið sem um ræðir er nærri skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli, með útsýni yfir Akureyrarbæ.

Verktakafyrirtækið SS Byggir er eigandi lóðarinnar. Samkvæmt skipulagstillögu eru á svæðinu lóðir fyrir 52 sumarhús en einnig lóð fyrir allt að 250 herbergja hóteli.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggir, að hugmyndirnar væru á frumstigi.

Heimild: Vb.is