Home Fréttir Í fréttum Skemmdir á klæðingu í Hvalfirði vegna veðurs

Skemmdir á klæðingu í Hvalfirði vegna veðurs

225
0
Mynd: Arnfinnur Jónasson

Íslensk veðrátta lætur ekki að sér hæða. Klæðing flettist af veginum í botni Hvalfjarðar núna um helgina líkt og sjá má á myndunum sem fylgja.

<>

Einnig hrundu nokkrir myndarlegir grjóthnullungar úr hlíðum Múlafjalls í sunnanverðum Hvalfirði þótt sem betur fer hafi þeir ekki hafnað á veginum.

Múlafjall í sunnaverðum Hvalfirði Mynd: Arnfinnur Jónasson

Það var Arnfinnur Jónasson, Bjarteyjarsandi sem tók þessar myndir. Strax var hafist handa við að hreinsa veginn í morgun en ekki verður hægt að gera við klæðinguna strax þannig að vegfarendur eru beðnir um að aka varlega fyrir botni Hvalfjarðar rétt eins og víða annarsstaðar.

Líkt og fram hefur komið hér á síðunni og í fréttum eru víða skemmdir í slitlagi sem koma í ljós nú þegar snjóa leysir. Skemmdirnar má að miklu leyti rekja til umhleypinganna undanfarið, en einnig má skella skuldinni á harðan vetur því aukin og mikil vetrarþjónusta fer ekki alltaf vel með slitlagið. Einnig er ljóst að fjárveitingar til viðhalds mættu vera meiri til að fækka þeim tilvikum sem vegir koma skemmdir undan vetri.

Línurit af hviðunum sem líklega bera ábyrgðina á því að fletta klæðingunni af veginum.

Heimild: Vegagerðin.is