Starfsmenn North Work gerðu í dag aðra tilraun til að sprengja síló Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Eins og í fyrri tilrauninni sem gerð var á næstsíðasta degi nýliðins árs stóðu sílóin sprenginguna af sér.
Margir höfðu safnast saman til að fylgjast með því þegar önnur tilraun var gerð til að fella sílóin. Mikil og hávær sprenging kvað við en ekki féllu sílóin. Svo virðist sem hluti þeirra hafi lækkað aðeins við sprenginguna.
Hér að ofan má sjá myndskeið sem Guðmundur Bergkvist tökumaður tók þegar reynt var að fella sílóin. Sprengingin er hluti af niðurrifi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi þar sem á að byggja upp nýtt hverfi.
Heimild: Ruv.is