Home Fréttir Í fréttum Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna

Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna

188
0
Lauga­veg­ur 85. Eig­andi húss­ins hef­ur leigt út hótel­íbúðir. Staðsetn­ing­in hent­ar vel fyr­ir ferðaþjón­ustu. Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fimm hótel­íbúðir á Lauga­vegi 85 eru til sölu á 500 millj­ón­ir króna. Eig­andi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyr­ir 48 millj­ón­ir og byggði stærra hús á grunni þess gamla.

<>

Íbúðirn­ar fimm eru leigðar út af íbúðahót­eli. Þær selj­ast með inn­búi og öll­um hús­gögn­um. Á bók­un­ar­vefn­um Book­ing.com er hægt að leigja íbúð af fé­lag­inu Reykja­vik4You Apart­ments á Lauga­vegi 85. Nótt í byrj­un júní næsta sum­ar kost­ar um 27 þúsund.

Sam­kvæmt Fast­eigna­skrá á fé­lagið Upp­sala­menn ehf. fimm íbúðir í hús­inu. Þær eru skráðar sam­tals 488 fer­metr­ar. Ásett verð er því rúm­lega millj­ón á fer­metra. Það fer­metra­verð kann að lækka eitt­hvað með til­liti til geymslna og rým­is í kjall­ara, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um fast­eign þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is