Samkeppnin eða hugmyndaleitin fyrir rammaskipulag, sem Reykjavíkurborg efndi til í sumar, var lokuð og voru fimm arkitektastofur valdar til þátttöku. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að í flestum tillögunum séu hugmyndir sem vert sé að skoða nánar í framhaldsvinnu.
Svæðið sem um ræðir heitir þróunarreitur Þ5 í Nýja Skerjafirði og er þar gert ráð fyrir íbúðum. Reiturinn liggur að núverandi byggð í Skerjafirði og afmarkast af götunni Skeljanesi til vesturs og af öryggissvæði flugbrauta til norðurs og austurs. Svæðið hallar til suðurs í átt að Fossvogi. Áhersla verður lögð á vistvæna byggð sem taki tillit til náttúru og nærliggjandi byggðar, segir á vef Reykjavíkurborgar.
Vinningstillaga ASK arkitekta svar unnin í samstarfi við Landslag og Eflu og verður hún unnin frekar í átt að rammaskipulagi. Rammaskipulag Vatnsmýrarinnar eftir Graeme Massie var að nokkru fyrirmynd ASK arkitekta en þeir brutu það upp þannig að form yrðu mýkri, byggðin fjölbreyttari og yfirbragðið mildara. Kynningarfundur um niðurstöðurnar verður í Tjarnarsal Ráðhússins fim. 2. nóv. kl. 17.00.
Heimlid: Ruv.is