Home Fréttir Í fréttum Félagsstofnun stúdenta byggja tæplega 250 stúdentaíbúðir

Félagsstofnun stúdenta byggja tæplega 250 stúdentaíbúðir

265
0
Mynd: Yrki Arkitektar

Félagsstofnun stúdenta semur við Ístak um byggingu stærsta stúdentagarðs á Íslandi. Tæplega 250 leigueiningar verða byggðar á Vísindagarðareit við Sæmundargötu 21.

<>

Félagsstofnun stúdenta (FS) sem á og rekur m.a. stúdentagarða fyrir nemendur Háskóla Íslands, hefur gert samning við verktakafyrirtækið ÍSTAK hf. um byggingu nýs stúdentagarðs á lóð HÍ (Vísindagarðareit) við Sæmundargötu 21 í Reykjavík.FS óskaði eftir tilboðum í hönnun og byggingu stúdentagarðanna frá fjórum aðilum í apríl á þessu ári. Ákveðið var að ganga til samninga við ÍSTAK, en kostnaður við fullbúið verk er áætlaður 4,6 milljarðar.

Nýi stúdentagarðurinn verður stærsti sinnar tegundar á Íslandi, með fullbúnum tæplega 250 leigueiningum fyrir pör og einstaklinga. Fullnaðarhönnun er í gangi og stefnt er að því að hefja framkvæmdir um áramótin næstkomandi, en verklok eru áætluð um áramótin 2019/2020. Þetta segir í tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta.

Fyrir utan 37 frmetra paraíbúðir og 27 fermetra einstaklingsíbúðir verður nýtt íbúðaform kynnt á stúdentagörðunum. Um er að ræða 8 – 9 herbergja íbúðir sem skipulagðar eru eftir hugmyndafræði deilihúsnæðis. Hvert herbergi er rúmgott (17 fm) með sérbaðherbergi en hver íbúð deilir með sér forstofu, eldhúsi, auk samtengdrar setustofu og alrýmis. Til sameiginlegar notkunar fyrir stúdentagarðinn í heild sinni verða stærri samkomusalur, rými til líkamsræktar, þvotta og þurrkunar, hjólageymslur og almennar geymslur. Sameiginlegur garður verður við stúdentagarðana þar sem verður boðið upp á útiaðstöðu með útigrillum, setuaðstöðu og útiæfingatækjum.

Í tilkynningunni segir að hugmyndafræði deilihúsnæðis er að ryðja sér til rúms í Evrópu og í Bandaríkjunum og sinnir þá helst hópi ungs fólks; stúdentum og öðrum sem eru að byrja að koma undir sig fótunum. FS vinnur eftir slíkri hugmyndafræði, en hún snýst um bæði að halda byggingakostnaði niðri en ekki síst að draga úr félagslegri einangrun fólks sem er vaxandi vandamál.

Heimild: