Home Fréttir Í fréttum Vatnshúsið í Sauðárgili hefur lokið hlutverki sínu

Vatnshúsið í Sauðárgili hefur lokið hlutverki sínu

163
0
Mynd: Búið að tæma stífluna og möl af botni stíflunnar fjarlægð áður en drenmölin kemur. Mynd: PF/.Feykir.is

Um helgina var unnið að lokafrágangi og tengingum á drenrörum í vatnsstíflunni í Sauðárgili en undirbúningur fyrir framkvæmdina hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Að sögn Indriða Einarssonar, sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs stuðlar framkvæmdin að bættum gæðum og auknu afhendingaröryggi á neysluvatni á Sauðárkróki. Með tilkomu þessa hefur vatnshúsið lokið hlutverki sínu sem síuhús fyrir neysluvatn.

<>

Indriði segir að möl af botni stíflunnar hafi verið mokuð upp og lögð drenmöl í staðinn. Ofan á drenmölina voru síðan lögð drenrör og annað lag af möl ofan á rörin. Síun á botni stíflunnar kemur í stað gamla vatnshússins eða síuhússins sem komið er til ára sinna.

„Vatni úr stíflunni er veitt að vatnstönkum á Gránumóum þar sem vatnið er síað að nýju með sandsíum og síðan geislað með útfjólubláu ljósi áður en það rennur inn á vatnstanka á Gránumóum,“ segir Indriði.

Heimild: Feykir.is