Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við endurnýjun á um 200m kafla Lækjargötu frá Fjarðargötu að Austurgötu. Verkið felur í sér: upprif á malbiki, uppúrtekt, burðarlög og malbik, kantsteina, fráveitulagnir, vatnsveitulagnir ásamt lögnum veitna. Einnig yfirborðsfrágang, hellulögn, gróður, að endurnýja steypta stoðveggi og fleira.
Verklok eru 29. nóvember 2017.
Helstu magntölur:
- Uppúrtekt úr götum og stéttum 600 m3
- Upprif á malbiki og hellum 1.800 m2
- Holræsalagnir 150-500 mm 450 m
- Holræsabrunnar 14 stk.
- Niðurföll 10 stk.
- Lagnaskurðir fyrir veitur 200 m
- Neðra burðarlag 500 m3
- Efri burðarlög 1.500 m2
- Malbikun 2.800 m2
- Hellulögn 600 m2
- Steyptur veggur 35 m3
Útboðsgögn eru seld í Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2. Verð kr. 5.000.- Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. júlí 2017 kl. 11.