Vegagerðin býður hér með út gerð Dettifossvegar (862-02) frá Dettifossvegi vestri (886-01) og norður fyrir Súlnalæk.
Verkið felst í lagningu burðarlags og klæðingar á 7,72 km kafla, nýbyggingu vegar með klæðingu á 2,7 km kafla og nýbyggingu vegar upp að burðarlagi á 3,4 km kafla. Heildarlengd útboðskaflans er 13,82 km.
Helstu magntölur eru:
– Bergskeringar 3.650 m3
– Aðrar skeringar 163.000 m3
– Skeringar svarðlags 15.450 m3
– Fyllingar 166.290 m3
– Fláafleygar 45.820 m3
– Ræsalögn 487 m
– Endafrágangur ræsa 22 stk
– Styrktarlag (neðra burðarlag) 36.040 m3
– Burðarlag (efra burðarlag) 17.390 m3
– Klæðing 78.700 m2
– Frágangur fláa 82.930 m2
– Frágangur hliðarsvæða 21.460 m2
Verklok eru 1. september 2018.
Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri og í móttöku Vegagerðarinnar, Borgartúni 7, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 11. júlí 2017.
Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. júlí 2017 og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð á sömu stöðum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.