Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við nýtt húsnæði Volvo atvinnutækja við Hádegismóa í fullum gangi

Framkvæmdir við nýtt húsnæði Volvo atvinnutækja við Hádegismóa í fullum gangi

110
0

Brimborg | Volvo atvinnutæki eru að byggja nýtt húsnæði undir starfsemi Volvo atvinnutækja að Hádegismóum 8
Hádegismóar
Plata jarðhæðar hefur verið steypt og eins og sjá má þá eru stoðveggir einnig farnir að rísa.

<>

Volvo Express þjónusta

Í húsakynnunum verður eitt glæsilegasta og best útbúna verkstæði landsins þar sem boðið verður upp á Volvo Express þjónustu fyrir atvinnutæki sem meðal annars felst í smur- og dekkjaþjónustu og vagnaviðgerðum ásamt fleiri þjónustuþáttum en Express þjónustan mun skapa góða tengingu við sérhæfða skoðunarstöð Frumherja fyrir stærri atvinnutæki sem einnig verður í byggingunni.

Framkvæmdir hafa gengið mjög vel og búið er að steypa plötu á jarðhæð byggingarinnar þar sem sérhæft vöruhús búið nýjustu tækni og búningsaðstaða fyrir starfsmenn verður staðsett. Í kjallara verður einnig afmarkað rými fyrir smurolíur, dælur til að tryggja öryggi og vernda umhverfið. Veggir eru farnir að rísa og stoðveggur hefur verið reistur við stórt athafnasvæði sem staðsett verður norðan við húsið og rúmar stóra atvinnubíla og tæki.

Fullbúnar og manngengar gryfjur

Í vikunni voru hífðar niður sex gryfjur fyrir verkstæðin, þar af eru þrjár fullbúnar og manngengar gryfjur sem eru hugsaðar fyrir vinnu undir þungum atvinnutækjum. Tvær þeirra eru 26 metra langar og ein 16 metra löng.  Hinar þrjár eru fyrir mjög öflugar tjakkalyftur sem verða tveggja pósta, þriggja pósta og fjögurra pósta. Á slíkum lyftum verður hægt að vinna í hjólum og bremsum vörubifreiða, hópbifreiða og vagna í réttri vinnuhæð fyrir starfsmenn. Framundan er vinna við sökkla stálgrindarbyggingar og frekari frágangur á lóð.

Sex gryfjur fyrir verkstæðin komnar á sinn stað. Þrjár þeirra eru fullbúnar og manngengar gryfjur sem eru hugsaðar fyrir vinnu undir þungum atvinnutækjum. 

Fylgstu með framkvæmdunum

Við munum skýra frekar frá framkvæmdum við nýjar höfuðstöðvar Volvo atvinnutækja að Hádegismóum á komandi misserum, en áætluð verklok eru næstkomandi áramót. Þá er um að gera að fylgjast með Facebook síðu Volvo atvinnutækja þar sem settar verðar inn myndir og frásagnir af gangi máli að Hádegismóum.

Hádegismóar

Heimild: Facebook síða Volvo atvinnutækja. Smellið hér.