Home Fréttir Í fréttum Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023

Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023

110
0
Tölvuteiknuð mynd af meðferðarkjarnanum. .

Byggingu meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut verður hraðað og lokið árið 2023.

<>

Þetta kemur fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Segir að örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verði forgangsmál ríkisstjórnarinnar.

„Mótuð verður heilbrigðisstefna sem samhæfir og treystir heilbrigðisþjónustuna, bætir lýðheilsu og stuðlar að heilbrigði landsmanna.

Stefnt skal að því að minnka greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu. Uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut verður hraðað eins og kostur er og byggingu meðferðarkjarna lokið árið 2023. Aðgengi að sérfræðiþjónustu skal bætt í hinum dreifðu byggðum, meðal annars með því að efla fjarheilbrigðisþjónustu.

Staða heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar sjúklinga verður styrkt. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu verður aukið, meðal annars með sálfræðiþjónustu á heilsugæslu og í framhaldsskólum. Stuðningur verður aukinn við börn foreldra með geðvanda og sálfræðiþjónusta felld undir tryggingakerfi í áföngum.

Sérstakt átak verður gert til að stytta biðtíma eftir þjónustu í heilbrigðiskerfinu.

Við stefnumótun og áætlanagerð stjórnvalda verði gætt að áhrifum á heilsu og líðan íbúa. Dregið skal til framtíðar úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu.

Aukinn þungi verður settur í uppbyggingu í öldrunarþjónustu, sérstaklega heimahjúkrun og hjúkrunarheimili. Unnið verður að fjölgun rýma í dagþjálfun aldraðra og biðtími styttur,“ segir í stjórnarsáttmálanum.

Heimild: Visir.is