Home Fréttir Í fréttum Hag­kvæmni nýs spít­ala á besta stað nemi 100 millj­örðum

Hag­kvæmni nýs spít­ala á besta stað nemi 100 millj­örðum

93
0

„Hag­kvæmni þess að byggja nýj­an spít­ala á besta stað á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur verið met­in á um 100 millj­arða kr. á nú­v­irði, um­fram þær viðbygg­ing­ar og end­ur­bygg­ing­ar við Hring­braut sem nú eru í far­vatn­inu.“

<>

Svo seg­ir í til­lögu, sem Sam­tök um betri spít­ala á betri stað hafa sent fjár­laga­nefnd. Er þar lagt til að gerð verði „fag­leg staðar­vals­grein­ing fyr­ir nýja Land­spít­al­ann, ásamt rök­stuðningi.“

Fram kem­ur að óum­deilt sé að nýr spít­ali á góðum stað verði betri spít­ali en „bútasaumaður Hring­braut­ar­spít­ali ,vegna betri hög­un­ar og staðsetn­ing­ar sem skipt­ir miklu vegna 9000 ferða á spít­al­ann á sól­ar­hring í fyrstu, þar af 100-200 ferðir sjúkra­bíla, sum­ar akút,“ eins og seg­ir í til­lög­unni.

Í nú­ver­andi áætl­un sé þá gert ráð fyr­ir að fjöldi sjúkra­rúma verði sam­bæri­leg­ur fyr­ir og eft­ir breyt­ing­ar.

Gerð verði „fag­leg staðar­vals­grein­ing“

„En eft­ir­spurn eft­ir þjón­ustu Land­spít­al­ans eykst um 1,7% á ári. Eft­ir um 15 ár, þegar nýr spít­ali við Hring­braut væri að koma í gagnið, þyrfti hann að vera um 200 sjúkra­rúm­um stærri en nú­ver­andi áætlan­ir gera ráð fyr­ir.“

Þá er vísað í könn­un sem gerð var fyr­ir sam­tök­in, þar sem fram komi að 70% lands­manna vilji ekki upp­bygg­ingu við Hring­braut.

„SBS­BS vilja að gerð verði fag­leg staðar­vals­grein­ing til að finna besta staðinn.  Það er hægt að vinna slíka grein­ingu á nokkr­um mánuðum á fyrriparti næsta árs án trufl­un­ar fyr­ir nú­ver­andi ferli við Hring­braut, ef niðurstaðan verður að halda þar áfram.“

Und­ir þetta skrifa tólf stjórn­ar­meðlim­ir sam­tak­anna, þar af þrír arki­tekt­ar og þrír lækn­ar Land­spít­al­ans.

 

 

Heimild: Mbl.is