Home Fréttir Í fréttum Suðurtak bauð lægst í Biskupstungnabraut

Suðurtak bauð lægst í Biskupstungnabraut

203
0
Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Suðurtak ehf í Grímsnesi bauð lægst í endurbætur á Biskupstungnabraut frá Geysi að Tungufljóti. Um er að ræða 1,6 km kafla.

<>

Suðurtak bauð rúmar 58,7 milljónir króna sem er 93,2% af áætluðum verktakakostnaði. Sú tala var 63 milljónir króna.

Tvö hærri tilboð bárust. Þjótandi ehf á Hellu bauð tæpar 66,3 milljónir króna og Borgarverk ehf í Borgarnesi bauð rúmar 92,6 milljónir króna.

Í vetur verður unnið að efnisútvegun og breikkun vegarins. Þeirri vinnu skal lokið fyrir 1. mars næstkomandi. Eftir 1. maí verður núverandi slitlag fræst upp, vegurinn styrktur og klæddur á nýjan leik.

Heimild: Sunnlenska.is