Home Fréttir Í fréttum Tæplega 1,5 milljarður króna frá ríki í framkvæmdir við Helguvíkurhöfn

Tæplega 1,5 milljarður króna frá ríki í framkvæmdir við Helguvíkurhöfn

178
0

Tæplega 1,5 milljarður króna mun fara í framkvæmdir við Helguvíkurhöfn samkvæmt samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi þann 12. október síðastliðinn og sjá má í heild sinni á vef Alþingis. Málið var tekið fyrir á fundi stjórnar Reykjaneshafnar þann 27. október síðastliðinn og fagnar stjórnin samþykktinni.

<>

Lögð fram þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018 sem samþykkt var á Alþingi þann 12. október s.l. Í áætluninni er gert ráð fyrir þátttöku ríkisins í uppbyggingu á hafnaraðstöðu í Helguvík í samræmi við ákvæði hafnarbótasjóðs, en í nefndaráliti með þingsályktuninni kemur fram að áætlaðar framkvæmdir í Helguvíkurhöfn muni kosta um 1.4 milljarð króna. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar samþykkt samgönguáætlunar fyrir árin 2015-2018 og þeirri viðurkenningu sem í henni felst varðandi uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Segir í fundargerð stjórnarinnar.

Heimild: Sudurnes.net