Home Fréttir Í fréttum 4,5 millj­arðar í nýja Ölfusár­brú

4,5 millj­arðar í nýja Ölfusár­brú

159
0
Nýja Ölfusár­brúin

Sam­kvæmt ný­samþykktri sam­göngu­áætlun Alþing­is er gert ráð fyr­ir 4,5 millj­örðum króna á næstu árum í nýja Ölfusár­brú og færslu Suður­lands­veg­ar norður fyr­ir Sel­foss.

<>

Á þessu ári og 2017-2018 fara 150 millj­ón­ir króna í und­ir­bún­ing fram­kvæmda en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni er ekki bú­ist við að fram­kvæmd­ir hefj­ist fyrr en eft­ir 2020, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Fyrst er ætl­un­in að ljúka breikk­un Suður­lands­veg­ar á milli Hvera­gerðis og Sel­foss. Í þá fram­kvæmd var samþykkt að setja fimm millj­arða króna á sam­göngu­áætlun. Reiknað er með að 100 millj­ón­ir króna fari í und­ir­bún­ing breikk­un­ar á þessu ári, 500 millj­ón­ir króna á næsta ári og 1,2 millj­arðar árið 2018, þegar eig­in­leg­ar fram­kvæmd­ir hefjast fyr­ir al­vöru.

Heimild: Mbl.is