Home Fréttir Í fréttum Bygging Marriott hótelsins við Hörpu, á að vera lokið í lok árs...

Bygging Marriott hótelsins við Hörpu, á að vera lokið í lok árs 2018

342
0

áðgert er að fimm stjörnu Marriott EDITION hótelið sem á að rýsa við Austurhöfn 2, við hliðina á tónlistar- og ráðstefnuhöllinni Hörpu, opni í lok ársins 2018.

<>

Stefnir leiðandi fjárfestir

Fjármögnun á verkefninu er nú lokið og verður SÍA III, framtakssjóður í rekstri Stefnis, leiðandi fjárfestir í félagi sem verður eigandi fasteignar og rekstrar hótelsins.

Aðrir fjárfestar eru erlendir og innlendir einkafjárfestar og stofnanafjárfestar að því er segir í fréttatilkynningu. Stefnir hefur fjárfest fyrir yfir 40 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011.

Aðgengilegt fyrir 85 milljóna meðlimi fríðindakerfis Mariott

Jafnframt verður Carpenter & Company sem keypti lóðina á síðasta ári og samdi í kjölfarið við Marriott International um rekstur á hótelinu meðal eigenda í félaginu. Arion Banki veitti fyrirtækinu ráðgjöf og hafði umsjón með fjármögnun verkefnisins.

„Carpenter & Company hefur á að skipa reynslumiklu teymi sem tekið hefur þátt í þróun og byggingu fjölda sambærilegra hótela og er nú m.a. að byggja 60 hæða hótel og íbúðaturn í miðborg Boston,“ segir í fréttatilkynningunni, en félagið var stofnað 1898.

„Marriott International rekur yfir 5.700 hótel í 110 löndum og mun í krafti reynslu sinnar setja mark sitt á íslenskan hótelmarkað. Yfir 85 milljónir ferðalanga eru aðilar að fríðindakerfi Marriott og því verður til nýr snertiflötur íslensks ferðamannaiðnaðar við erlenda ferðamenn.“

Fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi

Richard Friedman, forstjóri Carpenter & Company inc. segir að fyrsta fimm stjörnu hótelið hér á landi muni taka mið af einstakri staðsetningu þess við hlið Hörpu.

„Ísland er einstakur áfangastaður og í anda þess sem viðskiptavinir EDITION hótelanna sækjast eftir. Við munum setja nýja staðla fyrir gæði og þjónustu á Íslandi,“ segir Kevin Montano, framkvæmdastjóri hjá Edition hótelum Marriott International.

„EDITION vörumerkið stendur fyrir fjölskyldu hótela sem tengjast í gegnum fimm stjörnu þjónustu og hönnun en er þó hvert um sig einstakt með tilliti til umhverfis og menningar á hverjum stað.“

Heimild: Vb.is