Þann 21.01.2026 voru opnuð tilboð vegna þakfrágangs í rannsóknahúsi Nýs Landspítala.
Verkefni þetta nær til fullnaðarfrágangs á ytra byrði rannsóknahúss. Útveggjakerfi og glerþök yfir inngörðum eru ekki hluti af þessu útboði.
Helstu verkþættir verkefnisins eru:
Frágangur utanhúss:
• Múrverk
• Þakfrágangur, um 3.300m2
• Járn og blikksmíði
Lagnir og loftræsting:
• Þakniðurföll og allar regnvatnslagnir innanhúss
• Útloftun frárennslis á þökum
• Loftræsihattar og þakstólar
Heimild: NLSH ohf.












