Home Fréttir Í fréttum 14 keilur af 20 eru tilbúnar

14 keilur af 20 eru tilbúnar

22
0
Snjóflóðagarðar í brekku ofan við kaupstaðinn. mbl.is/Sigurður Bogi

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil í Neskaupstað hafa gengið vel að undanförnu og eru töluvert á undan upprunalegri tímaáætlun. Frá þessu segir í frétt á vef Fjarðabyggðar.

Lokið er við uppsetningu 14 af 20 keilum og vinna við grindarkerfi þvergarðs er vel á veg komin. Búið er að raða grindum upp í um hálfa hæð á um helmingi garðsins.

Undanfarið hefur mest vinna farið í styrkingarkerfi þvergarðs, bakfyllingu og undirstöðu, auk klapparlosunar. Verktakinn sem þessari framkvæmd sinnir er nú farinn í jólafrí, en vinna á svæðinu hefst aftur 5. janúar ef veður og aðstæður leyfa.

Heimild: Mbl.is