Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 27.01.2026 Vest­fjarða­vegur (60) um Gufu­dals­sveit, brýr á Djúpa­fjörð við Grónes og Gufu­fjörð,...

27.01.2026 Vest­fjarða­vegur (60) um Gufu­dals­sveit, brýr á Djúpa­fjörð við Grónes og Gufu­fjörð, eftir­lit og ráðgjöf

33
0
Verkið felur í sér byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Ríkisútvarpið ohf – Jóhannes Jónsson

Vegagerðin býður hér með út eftirlit og ráðgjöf með byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðarvegi um Gufudalssveit.

Annars vegar er um að ræða 58 m langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 m langa brú á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m bráðabirgðarbrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar/rofvarnar.

Val ráðgjafa fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs. Bjóðanda ber að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Verklok eru áætluð í lok árs 2026.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum 23. desember 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. janúar 2026.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og föstudaginn 30. janúar 2026 verður verðtilboð hæfra bjóðenda kynnt.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.